100 sæti á íþróttavellinum á Blönduósi

Stefnt er að því að sætin verði komin í gagnið …
Stefnt er að því að sætin verði komin í gagnið þegar Hvöt og Huginn takast á í úrslitakeppni 3. deildarinnar nk. þriðjudag mbl.is/Jón Sigurðsson

Nú er verið að leggja síðustu hönd á að setja niður 100 sæti við íþróttavöllinn á Blönduósi. Það eru starfsmenn Stíganda ehf. sem annast verkið en sætin, sem til féllu við endurnýjun Laugadalsvallar, fengu Hvatarmenn fyrir lítið. Stefnt er að því að sætin verði komin í gagnið fyrir seinni leik Hvatar og Hugins frá Seyðisfirði í úrslitakeppni 3. deildar í knattspyrnu sem fer fram á þriðjudaginn kemur og er vonast til að uppselt verði í sætin nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert