Femín færir út kvíarnar

Soffía Steingrímsdóttir, ritstjóri femin.is.
Soffía Steingrímsdóttir, ritstjóri femin.is.
Eftir Hildu H. Cortez - hilda@bladid.net
Þær Soffía Steingrímsdóttir og Íris Gunnarsdóttir starfrækja vefsíðuna femin.co.uk fyrir breskar konur, en þær hafa haldið úti femin.is undanfarin ár hér á landi. Að sögn Soffíu er síðan með svipuðu sniði og hér heima en efni síðunnar er aðallega ætlað konum á aldrinum 20 til 45 ára.

„Síðan er komin upp og við munum hefja markaðssetningu af fullum krafti í haust," segir Soffía Steingrímsdóttir, ritstjóri femin.is. „Við höfum verið að kynna okkur markaðinn og breskar konur og þurftum aðeins að laga síðuna að þeim. Breskar konur virðast til dæmis fylgjast meira með tísku og fréttum af fræga fólkinu en íslenskar þannig að við þurftum aðeins að létta síðuna og taka inn meira af þess háttar efni. Við leggjum til dæmis minni áherslu á börn og uppeldi en það efni virðist ekki eiga jafn mikið upp á pallborðið hjá breskum konum og íslenskum. En annars verður þetta áfram sama hugmyndin. Á síðunni eru greinar og upplýsingar ásamt netverslun, afþreyingu og spjallþráðum.

Við erum búnar að ráða nokkrar breskar stelpur sem koma til með að skrifa fyrir okkur sem sérhæfa sig á mismunandi sviðum, þar sem ein fjallar um kynlíf og önnur heilsu svo eitthvað sé nefnt."

Nánar er rætt við Soffíu í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert