Á laugardaginn verður haldið Strandamannamót á Hólmavík. Mótið er bændahátíð Sauðfjárseturs á Ströndum en að þessu sinni í nýjum búningi. Á sunnudag verður keppt í hinu landsfræga hrútaþukli. Þetta kemur fram á vefnum strandir.is.
Hátíðin hefur verið færð í nýjan búning og á nýjan stað og mun fara fram í félagsheimilinu á Hólmavík undir nafninu Strandamannamót. Á laugardagskvöld verður haldinn dansleikur í félagsheimilinu, svo kallað þuklaraball.