Íslandsmeistari í pylsuáti fékk hæfileikana í arf

Jón Maríusson.
Jón Maríusson.
Eft­ir Atla Fann­ar Bjarka­son - atli@bla­did.net

Útvarps­stöðin Rvk Fm stóð fyr­ir keppn­inni á Menn­ing­arnótt, en Jón sporðrenndi 14 pyls­um á 12 mín­út­um sem tryggði hon­um ör­ugg­an sig­ur.

Jón, sem er bróðir „Fóst­bróður­ins" Gunn­ars Jóns­son­ar, seg­ist ekki hafa leitað til bróður síns fyr­ir keppn­ina, en seg­ir aft­ur á móti afa sinn hafa gefið sér góð ráð.

„Ég notaði bara gam­alt trix frá afa - að borða bara hratt og stöðugt. Hann lifði á þannig tíma að sá sem var fljót­ast­ur fékk mest við mat­ar­borðið."

Fyr­ir helgi birti Blaðið viðtal við Kristján Knúts­son, sem þótti gríðarlega sig­ur­strang­leg­ur, og hann sagðist meðal ann­ars hafa borðað 22 pyls­ur á ein­um degi. Kristján kom tíu pyls­um niður í keppn­inni og hafnaði í öðru sæti. „Hann koksaði í miðri keppni," seg­ir Jón og bæt­ir við að í upp­hafi ætlaði hann ekki að taka þátt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert