Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti

Kæliskápur, sem notaður var til að kæla bjór, hvítvín og freyðivín í Vínbúðinni í Austurstræti hefur verið fjarlægður að ósk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra í Reykjavík.

Að sögn óskaði borgarstjóri einnig eftir því að sölu á bjór í stykkjatali yrði hætt í búðinni, en á vefsíðu ÁTVR segir að á grundvelli jafnræðisreglu sem gildir um birgja ÁTVR sé ekki hægt að verða við beiðni borgarstjóra um að hætta sölu á bjór í stykkjatali í Vínbúðinni í Austurstræti. Sölueining áfengis sé ávallt í stykkjatali. Í vínbúðinni í Austurstræti er því enn hægt að kaupa sér einn stakan bjór, en ekki kaldan.

Að sögn Þorkels Freys Sigurðssonar, aðstoðarverslunarstjóra í vínbúðinni í Austurstræti hefur örlað á óánægju viðskiptavina eftir að kælirinn var fjarlægður í síðustu viku, en þeir sem hafi nýtt sér kælinn hafi gjarnan viljað hafa hann áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka