Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti

Kæliskáp­ur, sem notaður var til að kæla bjór, hvít­vín og freyðivín í Vín­búðinni í Aust­ur­stræti hef­ur verið fjar­lægður að ósk Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­son­ar borg­ar­stjóra í Reykja­vík.

Að sögn óskaði borg­ar­stjóri einnig eft­ir því að sölu á bjór í stykkja­tali yrði hætt í búðinni, en á vefsíðu ÁTVR seg­ir að á grund­velli jafn­ræðis­reglu sem gild­ir um birgja ÁTVR sé ekki hægt að verða við beiðni borg­ar­stjóra um að hætta sölu á bjór í stykkja­tali í Vín­búðinni í Aust­ur­stræti. Sölu­ein­ing áfeng­is sé ávallt í stykkja­tali. Í vín­búðinni í Aust­ur­stræti er því enn hægt að kaupa sér einn stak­an bjór, en ekki kald­an.

Að sögn Þor­kels Freys Sig­urðsson­ar, aðstoðar­versl­un­ar­stjóra í vín­búðinni í Aust­ur­stræti hef­ur örlað á óánægju viðskipta­vina eft­ir að kæl­ir­inn var fjar­lægður í síðustu viku, en þeir sem hafi nýtt sér kæl­inn hafi gjarn­an viljað hafa hann áfram.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert