Kviknaði í bifreið eftir tvær veltur

Bifreiðin stóð í björtu báli. Mikil mildi þykir að ökumaður …
Bifreiðin stóð í björtu báli. Mikil mildi þykir að ökumaður slapp með minniháttar áverka. mbl.is/HE

Bifreið valt tvær veltur í nágrenni Blönduóss í gærkvöldi. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl með þeim afleiðingum að hún valt ofan í skurði þar sem kviknaði í henni.

Mikil mildi þykir að bifreiðin lent á réttum kili ofan í skurðinum því ökumaðurinn komst greiðlega úr bílnum og slapp með minniháttar áverka. Hann var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahús Blönduóss. Bifreiðin brann hins vegar til kaldra kola og er ónýt, að sögn lögreglu á Blönduósi.

Atvikið varð við Þrístapa rétt sunnan við Sveinsstaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert