Mismunandi hvað apótekin telja mistök

Arnaldur Halldórsson
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur - heida@bladid.net

Lyfjastofnun hefur ekki gefið formlega út skilgreiningu sína á því hvað teljist vera alvarleg mistök í apótekum, en slíkt ber að tilkynna til Lyfjastofnunar. Hefur þetta leitt til þess að Lyfjastofnun er ekki kunnugt um öll alvarleg mistök sem verða þar sem misjafnt er eftir apótekum og lyfjafræðingum hvað fellur í þann flokk mistaka sem á að tilkynna stofnuninni. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands vill að skerpt sé á reglunum og þessu misræmi útrýmt.

Alvarleg mistök verða í apótekum, samkvæmt skilgreiningu Lyfjastofnunar, þegar rangir lyfjaskammtar eða röng lyf eru afgreidd út úr apóteki. Misjafnt er hvernig slík mistök eru skilgreind af lyfjafræðingum. Samkvæmt heimildum Blaðsins líta til dæmis sumir svo á að ef viðskiptavinur skaðast ekki af mistökunum þurfi ekki að tilkynna þau til Lyfjastofnunar. Eru þau þá einungis skráð í atvikaskrá viðkomandi apóteks.

Regína Hallgrímsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs Lyfjastofnunar, segir að skilgreining stofnunarinnar á alvarlegum mistökum hafi verið kynnt á fundi í fyrra sem forsvarsmenn rekstrarleyfishafa apótekanna sátu. Segir hún að líklegt sé að þeim apótekum sem ekki áttu fulltrúa á þessum fundi og þeim sem ekki hafa farið nýlega í úttekt hjá Lyfjastofnun sé ekki kunnugt um skilgreiningu hennar.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka