Ungir framsóknarmenn gagnrýna ráðherra

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi ályktun þar sem hörmuð er og fordæmd framganga ráðherra Sjálfstæðisflokksins í tengslum við málefni nýrrar Grímseyjarferju. Er þess krafist, að ráðherrarnir axli ábyrgð sína í málinu.

Í ályktuninni segir m.a., að SUF telji að fyrrverandi samgönguráðherra beri ábyrgð á því að hundruðum milljóna króna af almannafé hafi verið sóað. Þá sé framkoma fjármálaráðherra í málinu engan veginn sæmandi, en hann hafi farið á svig við lög og beiti nú pólitískum bolabrögðum gagnvart Ríkisendurskoðun.

Segist stjórn SUF telja rétt að fjárlaganefnd Alþingis hafi frumkvæði að því að Alþingi kalli eftir tafarlausri stjórnsýsluúttekt á ráðuneytum samgangna og fjármála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert