Konan beitt ofbeldi

Eft­ir Heiðu Björk Vig­fús­dótt­ur - heida@bla­did.net

Sig­ur­björn Sveins­son, formaður Lækna­fé­lags Íslands, seg­ir að þegar þvag­sýni var tekið gegn vilja konu með þvag­legg á lög­reglu­stöðinni á Sel­fossi í mars síðastliðnum, hafi hún verið beitt of­beldi.

„Ég hef heyrt að blóðsýni hafi verið tek­in gegn vilja viðkom­andi en aldrei þvag­sýni. Maður get­ur bara sjálf­ur sett sig í stöðu viðkom­andi ein­stak­lings og er sú til­hugs­un óbæri­leg," seg­ir Sig­ur­björn.

Vill hann að sett­ar verði starfs­regl­ur um töku blóð og þvag­sýna í sam­starfi við lög­reglu og dóms­yf­ir­völd.

Bogi Nils­son rík­is­sak­sókn­ari seg­ir að hverju lög­reglu­embætti fyr­ir sig sé frjálst að setja verklags­regl­ur og hafi lög­regl­an í Reykja­vík sett regl­ur um meðferð ölv­unar­akst­urs­mála fyr­ir fjór­um árum. Tel­ur hann að gott væri að setja verklags­regl­ur fyr­ir blóð og þvag­sýna­tök­ur sem gilda fyr­ir allt landið.

Sig­ur­björn Sveins­son seg­ir að ekki þurfi að taka þvingaða þvag­sýnaprufu, þrátt fyr­ir að ein­stak­ling­ur neiti að veita hana, þar sem bíða megi eft­ir henni.

„Þvagið kem­ur á end­an­um. Þegar beðið er með pruf­una þá geta efni þynnst út í þvagi. En það er hins veg­ar hægt að reikna út áfeng­is og vímu­efna­magn aft­ur í tíma og finna til dæm­is út hver neysl­an hef­ur verið. Mér er ekki kunn­ugt um til­vik þar sem það myndi spilla sönn­un­ar­gagni að bíða eft­ir þvag­inu."

Sig­ur­björn seg­ir að ein­stak­ling­ur geti hlotið skaða af því að þvag­legg sé komið fyr­ir án samþykk­is hans.

„Þetta er inn­grip og við bestu aðstæður geta öll­um slík­um inn­grip­um fylgt fylgi­kvill­ar. Sú hætta hlýt­ur svo að stór­aukast við þær aðstæður sem skap­ast þegar svona er fram­kvæmt gegn vilja viðkom­andi."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert