Skúli J. Pálmason, formaður matsnefndar um vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar, sagði í fréttum Útvarps, að Landsvirkjun hefði átt að leita samninga við landeigendur um greiðslu fyrir vatnsréttindi eftir að arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar var gefið út fyrir rúmum 4 árum.
Matsnefndin úrskurðaði í gær, að Landsvirkjun skuli greiða vatnsréttarhöfum rúmlega 1,6 milljarða króna fyrir vatnsréttindin.