Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður

Suðurlandsvegur verður að öllum líkindum tvöfaldaður
Suðurlandsvegur verður að öllum líkindum tvöfaldaður
Eft­ir Þórð Snæ Júlí­us­son - thor­d­ur@bla­did.net

Kristján L. Möller sam­gönguráðherra til­kynnti í gær að ákveðið hefði verið að ráðast í tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar. Ráðherr­ann lét þessi orð falla á fundi sem hann hélt með full­trú­um frá Sam­tök­um sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga (SASS) síðdeg­is í gær.

Þor­varður Hjalta­son, fram­kvæmda­stjóri SASS, staðfesti þetta í sam­tali við Blaðið. „Það ligg­ur fyr­ir að það verður farið í tvö­föld­un. Það er ekki búið að full­vinna hvernig hún verður út­færð en mér heyrðist á ráðherr­an­um að hann ætli að vinna að því á næstu vik­um í sam­ráði við okk­ur. Vega­gerðin hef­ur ekki lokið sinni vinnu að fullu og það á eft­ir að klára ákveðin skipu­lags­mál líka."

Þor­varður seg­ir að enn hafi ekki verið ákveðið hvort tvö­föld­un­in muni verða einkafram­kvæmd eða hvort hið op­in­bera muni sjá um hana. „Það á sömu­leiðis eft­ir að svara því hvort þetta verður gert í áföng­um eða hvort tvö­föld­un­in verður fram­kvæmd í heilu lagi. Það ligg­ur ekki fyr­ir og ráðherr­ann vildi gjarn­an heyra okk­ar sjón­ar­mið í því. Það verður vænt­an­lega rætt í fram­hald­inu. Það er því ekki kom­in nein önn­ur niðurstaða í þetta en sú að það verður farið í það að tvö­falda veg­inn. Það er það eina sem er klárt og við erum nátt­úr­lega mjög ánægðir með það."

Nán­ar í Blaðinu

Suðurlandsvegur við Litlu kaffistofuna.
Suður­lands­veg­ur við Litlu kaffi­stof­una.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert