Dómsmálaráðherra, SÁÁ og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér samkomulag um víðtækt samstarf um áfengis- og fíkniefnamálefni. Mun SÁÁ m.a. veita lögreglunni greiðan aðgang fyrir einstaklinga með bráðan áfengis- eða fíkniefnavanda, að sjúkrahúsinu Vogi með því að tryggja embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eitt sjúkrahús- og meðferðarpláss á hverjum degi allan ársins.hring.
Þá mun SÁÁ koma að forvarnarmálum á þessu sviði með lögreglu og með kynningu og fræðslu fyrir lögreglumenn. Í þriðja lagi mun Vogur taka við einstaklingum sem hafa verið dæmdir í fangelsi með því skilyrði, að ekki komi til afplánunar fangelsisvistar, ef viðkomandi fari í viðkomandi meðferð, ljúki henni og standist eftirmeðferð og eftirlit sem henni fylgir.
Fram kemur í samkomulaginu, að það feli ekki í sér fjárskuldbindingar af hálfu réttarvörslukerfisins.