Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði lögðu fram fyrirspurn á fundi ráðsins í dag um það hvort borgarstjóri hefði staðið í bréfaskiptum við fleiri dagvöruverslanir eða rekstraraðila í borginni í kjölfar fregna um að ÁTVR hafi tekið bjór, hvítvíns og freyðivínskæli sinn úr sambandi.
Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Óskað er eftir því að bréf borgarstjóra um að bjórkælir verði tekinn úr sambandi hjá ÁTVR í Austurstræti verði lagt fyrir borgarráð sem og önnur bréf borgarstjóra sem innihalda ábendingar til dagvöruverslana og annarra rekstraraðila í miðborginni um hvernig þeir þjónusti viðskiptavini sína."