„Áhugi Alþingis á málefnum fanga er takmarkaður"

Frá Litla Hrauni.
Frá Litla Hrauni. mbl.is/Ómar Óskarsson
Eftir Friðrik Ársælsson

fridrik@mbl.is

„Þetta verkefni hefur í raun legið fyrir í langan tíma, Fangelsismálastofnun þarf að ráða fleiri sálfræðinga. Það er löngu orðið tímabært að fjárveitingarvaldið, Alþingi, taki á þessum þáttum sem og öðrum innan veggja fangelsanna. Stefnan hlýtur að vera sú að sá sem er lokaður inni í fangelsi vegna afbrota komi út betri maður, ef þess er nokkur kostur. Öflugt starf sálfræðinga er mjög stór þáttur í því," segir Margrét Frímannsdóttir, fyrrum alþingismaður og formaður nefndar um framtíðaruppbyggingu og skipulag á Litla-Hrauni.

Fangelsismál hafa liðið fyrir rangan hugsunarhátt

Margrét segist hafa orðið þess áskynja í starfi sínu sem alþingismaður að lítill tími hafi farið í umræður um kjör fanga. "Áhugi Alþingis á málefnum fanga er takmarkaður og umræða um fangelsismál afskaplega fyrirferðarlítil. Þetta er ekki kosningavænt mál og það er ennþá til í huga margra, líka alþingismanna, að fangelsi séu bara geymslur fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér og eiga ekkert erindi á göturnar. Þetta er afar rangur hugsunarháttur, en fangelsismálin hafa liðið fyrir hann í gegnum tíðina," segir Margrét. Hingað til hafi umræðan fyrst og fremst verið á þeim nótum að herða verði refsingar og leysa öll vandamál og afbrotabylgjur sem upp koma með strangari viðurlögum. Mönnum hafi orðið býsna ágengt í þeirri umræðu og hertar refsingar séu orðnar staðreynd í ýmsum málaflokkum. "En hvað svo, hvað ef þú herðir refsingar, þyngir dóma og lætur menn sitja lengur inni? Viljum við fá þessa einstaklinga eins út, verri eða betri? Í mínum huga verðum við að gera allt sem við getum til að þeir komi út sem betri einstaklingar og það verður ekki gert nema Fangelsismálastofnun og fangelsin fái það fjármagn sem þarf til að stuðla að því."

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert