Björgunarsveitarmaður slasaðist á Svínafellsjökli

Björgunarsveitarmaðurinn fluttur með Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar í kvöld
Björgunarsveitarmaðurinn fluttur með Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar í kvöld mbl.is/Andri Karl

Björgunarsveitarmaður sem verið hefur við leit á Svínafellsjökli slasaðist við störf sín um klukkan 18:30 í kvöld, og er talið að hann hafi farið úr axlarliði. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og var hann fluttur i Freysnes þar sem hlúð var að honum.

Leit stendur enn yfir en björgunarmenn koma niður frá leitinni milli klukkan átta og tíu í kvöld. Hefst leitin svo aftur í fyrrmálið af auknum krafti, en líklega verða um hundrað björgunarmenn við leit um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert