Landið helgað með eldi

Hópur nemenda og starfsmanna Háskólans í Reykjavík fór með eld um nýtt land skólans við rætur Öskjuhlíðar í morgun og helgaði landið að fornum sið. Síðan tók borgarstjóri fyrstu skóflustunguna, en fyrirmyndin að nýbyggingu skólans er sótt til sextándu aldar.

Dr. Svafa Grönfeldt, rektor HR, segir að þarna í Vatnsmýrinni muni rísa „háskóli 21. aldarinnar.“ Húsið verður um 35 þúsund fermetrar, og því ein stærsta bygging höfuðborgarinnar.

Gert er ráð fyrir að fyrsta hluta byggingarframkvæmda verði lokið í upphafi skólaárs í ágúst 2009 og að þá verði tilbúin til notkunar aðstaða í um 20.000 fermetrum fyrir tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Stefnt er að því að öll starfsemi Háskólans í Reykjavík verði svo komin niður að Öskjuhlíðarrótum haustið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert