Vegna framkvæmda við Nýbýlaveg verður Nýbýlavegur áfram lokaður í dag. Stefnt er að því að opna Nýbýlaveg aftur laugardagskvöldið 25. ágúst. Bent er á hjáleið um Álfhólsveg og Hamraborg. Þá er ökumenn beðnir um að nota Digranesveg til að fara inn á Hafnarfjarðarveg ( Kringlumýrabraut ) til norðurs.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að vegfarendur sem leið eiga að fyrirtækjum við Nýbýlaveg 2-32 er bent á að hjáleið um Hamraborg, Skeljabrekku og Auðbrekku.
Umferð hefur verið hleypt á nýtt hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Eftir er að malbika efra lag á akbrautum og var áætlað að vinna það verk að næturlagi fram til mánudagsmorguns 27. ágúst. Því hefur nú verið frestað og stefnt að ljúka þeirri vinnu að næturlagi frá mánudagskvöldi 27. ágúst til fimmtudagsmorguns 30. ágúst. Þetta er þó háð veðri og verður tilkynnt um breytingar jafnóðum ef þarf. Þann tíma má búast við verulegum truflunum á næturumferð þó ekki komi til lokunar.
Enn er unnið við frágang og merkingar að degi til með viðeigandi umferðartakmörkunum sem munu vara fram að 1. september. Hámarkshraði gegnum svæðið er 30 km/klst og er umferð stýrt með keilum þar sem ekki er búið að mála vegmerkingar. Vegfarendur eru beðnir að sýna fyllstu aðgát, fylgjast vel með merkingum og aka gætilega um svæðið, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.