Nýir eigendur að Þumalínu

eigendur hafa nú tekið við versluninni Þumalínu við Skólavörðustíg. Hafa Oddný Vala Jónsdóttir og Sigurður Darri Skúlason keypt verslunina af Huldu Jensdóttur, fyrrverandi forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur, sem stofnaði Þumalínu árið 1976.

Í tilkynningu kemur fram að þau Oddý Vala og Sigurður Darri hafi nýlega flutt heim til Íslands eftir að hafa dvalið í áratug í Oxford á Englandi. Þar kynntust þau málefnum sem varða lífræna framleiðslu, heimafæðingar og foreldrafræðslu og hafi einsett sér að byggja á sérstöðu þeirri sem Þumalína hafi skapað sér og auka enn frekar framboð af lífrænum vörum ýmiss konar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert