Nýr fjárfestingabanki opnaður á Akureyri

Björgvin G. Sigurðsson klippir á borðann á Akureyri í dag
Björgvin G. Sigurðsson klippir á borðann á Akureyri í dag mbl.is/Hjálmar

Fjárfestingabankinn Saga Capital var formlega opnaður á Akureyri í dag. Björgvin G. Sigurðsson opnaði formlega bankann en honum er ætlað að veita þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar útlána og verðbréfamiðlunar.

Bankinn var stofnaður af fyrrum starfsmönnum íslenskra banka, og eru starfsmenn um 30. Forstjóri bankans er Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Höfuðstöðvar bankans eru í gamla barnaskólanum á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert