Sjóvá vill forkeppni um nýjan Suðurlandsveg

mbl.is
Eftir Þórð Snæ Júlíusson - thordur@bladid.net

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segist sannfærður um að það myndi reynast heilladrjúgt að láta einkaaðila tvöfalda Suðurlandsveg, en fyrirtækið bauðst til þess að breikka veginn í einkaframkvæmd á síðasta ári.

Blaðið greindi frá því í gær að samgönguráðherra hefði tilkynnt Sunnlendingum að ákvörðun um að tvöfalda veginn hefði verið tekin og undirbúningur hafinn.

Þór telur að samgönguráðherra eigi að boða til forkeppni þar sem óskað yrði eftir hugmyndum um hvernig best væri að standa að framkvæmdinni.

„Ráðherrann væri algerlega óbundinn af þeim hugmyndum sem þar kæmu fram og gæti áskilið sér rétt til að hafna þeim öllum ef honum líst ekkert á þær. En við erum tilbúnir að bjóða í þennan veg og teljum okkur geta tvöfaldað hann hratt og vel."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert