„Við viljum hærri laun"

Launafólk krefst þess að fá hærri laun
Launafólk krefst þess að fá hærri laun mbl.is/Þorkell
Eftir Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

,,Við heyrum vel tóninn og sömu væntingarnar," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands (SGS), eftir fundi sem forysta landssambandsins hefur haldið að undanförnu með aðildarfélögum um allt land vegna undirbúnings kjaraviðræðna í haust. ,,Það er sami tónninn alls staðar, sterkar kröfur um hærri laun og það stendur upp úr þessi eina setning sem fólk leggur ofuráherslu á: "Við viljum hærri laun!"

Kristján ræðir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðtali í Morgunblaðinu í dag og segir mjög ákveðna kröfu meðal félagsmanna um að samið verði um mikla hækkun launa í komandi kjarasamningum. Stórir hópar láglaunafólks hafi setið eftir og alvarlegur brestur orðið í samfélaginu.

"Við verðum líka varir við mikla gremju fólks," heldur Kristján áfram, "reyndar bálreiði vegna þeirrar auknu misskiptingar sem hefur verið að skapast í þjóðfélaginu. Það hafa verið rakin dæmi um ofurlaun og ofurlaunaforstjóra – og jafnvel þó við sleppum þeim allra hæstu, sem eru í óraunverulegum stærðum , þá fara menn ekkert leynt með þetta og guma jafnvel af því að vera í þessu ofurlaunaliði. Þetta situr í fólki og er að valda ákveðinni ókyrrð í öllum undirbúningi fyrir samningaviðræðurnar. Það er barið fast í borðið með kröfunni um að nú eigi að hækka launin," segir Kristján.

Núna er lag til að rétta skútuna af

Hann segir rökin á bak við þessar kröfur um miklar launahækkanir mjög einföld: ,,Við sjáum að nánast öll fyrirtæki á Íslandi sem hafa verið að birta reikninga sína og milliuppgjör að undanförnu, eru að græða. Menn lýsa þessum ofboðslega gróða og eiga varla til lýsingarorð yfir velgengnina." Fram kemur í máli hans að stór hópur verkafólks er eingöngu á taxtakaupi undir 160 þús. kr. á mánuði. "Við segjum því að núna er lag til að rétta aðeins þjóðarskútuna af þannig að þeir sem ekki hafa notið launaskriðs og afraksturs góðærisins fái sinn skerf."

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert