„Við viljum hærri laun"

Launafólk krefst þess að fá hærri laun
Launafólk krefst þess að fá hærri laun mbl.is/Þorkell
Eft­ir Ómar Friðriks­son

omfr@mbl.is

,,Við heyr­um vel tón­inn og sömu vænt­ing­arn­ar," seg­ir Kristján Gunn­ars­son, formaður Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS), eft­ir fundi sem for­ysta lands­sam­bands­ins hef­ur haldið að und­an­förnu með aðild­ar­fé­lög­um um allt land vegna und­ir­bún­ings kjaraviðræðna í haust. ,,Það er sami tónn­inn alls staðar, sterk­ar kröf­ur um hærri laun og það stend­ur upp úr þessi eina setn­ing sem fólk legg­ur of­urá­herslu á: "Við vilj­um hærri laun!"

Kristján ræðir launakröf­ur verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag og seg­ir mjög ákveðna kröfu meðal fé­lags­manna um að samið verði um mikla hækk­un launa í kom­andi kjara­samn­ing­um. Stór­ir hóp­ar lág­launa­fólks hafi setið eft­ir og al­var­leg­ur brest­ur orðið í sam­fé­lag­inu.

"Við verðum líka var­ir við mikla gremju fólks," held­ur Kristján áfram, "reynd­ar bál­reiði vegna þeirr­ar auknu mis­skipt­ing­ar sem hef­ur verið að skap­ast í þjóðfé­lag­inu. Það hafa verið rak­in dæmi um of­ur­laun og of­ur­launa­for­stjóra – og jafn­vel þó við slepp­um þeim allra hæstu, sem eru í óraun­veru­leg­um stærðum , þá fara menn ekk­ert leynt með þetta og guma jafn­vel af því að vera í þessu of­ur­launaliði. Þetta sit­ur í fólki og er að valda ákveðinni ókyrrð í öll­um und­ir­bún­ingi fyr­ir samn­ingaviðræðurn­ar. Það er barið fast í borðið með kröf­unni um að nú eigi að hækka laun­in," seg­ir Kristján.

Núna er lag til að rétta skút­una af

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert