Fær ekki stúdentaíbúð

Karen Ýr Þórarinsdóttir
Karen Ýr Þórarinsdóttir mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ung stúlka frá Ólafsvík hefur síðustu daga þurft að gista á heimilum ýmissa vina og vandamanna á höfuðborgarsvæðinu en hún er heimilislaus. Hún taldi sig hafa skrifað undir leigusamning um stúdentaíbúð hjá Keili en fékk þau svör við afhendingu að hún fengi ekki íbúðina vegna aldurs.

Karen Ýr Þórarinsdóttir er 16 ára gömul en í úthlutunarreglum Keilis er tilgreint að einungis nemendur eldri en 20 ára geti fengið úthlutaða íbúð. Umsókn Karenar fór hins vegar í gegnum umsóknarferli Keilis og þann 24. júlí fékk hún tölvuskeyti þar sem henni var úthlutað tiltekinni íbúð. Segist hún í kjölfarið hafa í góðri trú skrifað undir leigusamning á skrifstofu Keilis og enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar við það tækifæri. "Þetta var auglýst fyrir fólk í verk- eða háskólanámi og þar sem ég er að byrja í Iðnskólanum þá hélt ég að þetta myndi ganga." Hún segir það skrýtið að umsóknin hafi farið í gegnum allt ferlið án þess að nokkur gerði athugasemd fyrr en afhenda átti íbúðina.

Hinn 15. ágúst síðastliðinn átti Karen síðan að fá íbúðina afhenta en var þá sagt að svo yrði ekki vegna aldurs hennar. Við það tækifæri átti hún að fá sitt eintak af leigusamningnum afhent en af því varð aldrei.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert