Fær ekki stúdentaíbúð

Karen Ýr Þórarinsdóttir
Karen Ýr Þórarinsdóttir mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ung stúlka frá Ólafs­vík hef­ur síðustu daga þurft að gista á heim­il­um ým­issa vina og vanda­manna á höfuðborg­ar­svæðinu en hún er heim­il­is­laus. Hún taldi sig hafa skrifað und­ir leigu­samn­ing um stúd­enta­í­búð hjá Keili en fékk þau svör við af­hend­ingu að hún fengi ekki íbúðina vegna ald­urs.

Kar­en Ýr Þór­ar­ins­dótt­ir er 16 ára göm­ul en í út­hlut­un­ar­regl­um Keil­is er til­greint að ein­ung­is nem­end­ur eldri en 20 ára geti fengið út­hlutaða íbúð. Um­sókn Kar­en­ar fór hins veg­ar í gegn­um um­sókn­ar­ferli Keil­is og þann 24. júlí fékk hún tölvu­skeyti þar sem henni var út­hlutað til­tek­inni íbúð. Seg­ist hún í kjöl­farið hafa í góðri trú skrifað und­ir leigu­samn­ing á skrif­stofu Keil­is og eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar við það tæki­færi. "Þetta var aug­lýst fyr­ir fólk í verk- eða há­skóla­námi og þar sem ég er að byrja í Iðnskól­an­um þá hélt ég að þetta myndi ganga." Hún seg­ir það skrýtið að um­sókn­in hafi farið í gegn­um allt ferlið án þess að nokk­ur gerði at­huga­semd fyrr en af­henda átti íbúðina.

Hinn 15. ág­úst síðastliðinn átti Kar­en síðan að fá íbúðina af­henta en var þá sagt að svo yrði ekki vegna ald­urs henn­ar. Við það tæki­færi átti hún að fá sitt ein­tak af leigu­samn­ingn­um af­hent en af því varð aldrei.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert