Ísland vann í lottóinu

Eft­ir Þórð Snæ Júlí­us­son - thor­d­ur@bla­did.net

„Þegar þú kaup­ir notað skip þá þarftu að eyða í viðgerðir og ég vissi að Íslend­ing­arn­ir þyrftu að eyða mikl­um fjár­mun­um í þær," seg­ir Kevin O'Brien, fyrr­um eig­andi Oi­le­an Arann, hinn­ar nýju Gríms­eyj­ar­ferju.

Fyr­ir­tæki hans, O'Brien Shipp­ing ltd, seldi Vega­gerðinni skipið í nóv­em­ber­lok árið 2005 á 925 þúsund pund, eða tæp­lega 104 millj­ón­ir króna á þávirði. Síðan hafa verið greidd­ar rúm­lega 280 millj­ón­ir króna í viðgerðir og end­ur­bæt­ur á því og Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur að heild­ar­kostnaður vegna þess verði að minnsta kosti 500 millj­ón­ir króna.

Það kem­ur O'Brien alls ekki á óvart að kostnaður­inn við end­ur­bæt­ur á skip­inu hafi verið svona hár. „Þú þarft stórt tékk­hefti þegar þú kaup­ir notað skip því þau éta upp pen­inga. Skipið hafði verið í sigl­ing­um á hverj­um ein­asta degi árs­ins frá því að við keypt­um það. Það hafði ekki tíma til að fara í slipp eða neitt þannig. Það var því ekki fal­legt skip og lík­lega ekki málað jafn oft og ís­lensk stjórn­völd myndu mála það, en þetta var sterkt skip sem hafði gengið í tíu ár milli eyj­anna hérna og hafði því sannað sig."

O'Brien seg­ir ástæðu þess að eig­end­urn­ir hafi ákveðið að selja skipið vera þá að þeir feðgar ætluðu að hætta í ferju­brans­an­um. „Skipið var aug­lýst til sölu hjá skipa­miðlur­um í Englandi og Íslend­ing­arn­ir hafa lík­lega séð það þar. Við vild­um losna við skipið hratt og telj­um okk­ur því hafa selt það ódýrt. Íslensk stjórn­völd hefðu átt að greiða helm­ingi meira fyr­ir það og má því segja að þau hafi unnið í lottó­inu hvað varðar kaup­verðið."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert