Sóðaskapur og skrílslæti

Um­gengni um miðborg Reykja­vík­ur hef­ur hríðversnað í ár, að mati Ernu Val­dís­ar Valdi­mars­dótt­ur, íbúa í Þing­holt­un­um. Marg­ir tali um að sóðaskap­ur, hávaði og skríls­læti í miðbæn­um hafi keyrt um þver­bak í sum­ar.

Nefnd­ar eru ýms­ar or­sak­ir þess, svo sem reyk­inga­bann og lang­ur opn­un­ar­tími skemmti­staða.

Ný­lega stóð Erna fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un og lagði form­legt er­indi fyr­ir borg­ar­ráð vegna hávaða og ónæðis sem hlýst af bar í ná­grenni henn­ar. Íbúar í hverf­inu hafa oft látið bóka kvart­an­ir vegna bars­ins hjá lög­regl­unni.

Stefán Ei­ríks­son, lög­reglu­stjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ir all­ar slík­ar kvart­an­ir og at­huga­semd­ir vera skoðaðar þegar rekstr­ar­leyfi eru end­ur­nýjuð. Gild­andi leyfi séu aft­ur­kölluð þyki ástæða til.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert