Sóðaskapur og skrílslæti

Umgengni um miðborg Reykjavíkur hefur hríðversnað í ár, að mati Ernu Valdísar Valdimarsdóttur, íbúa í Þingholtunum. Margir tali um að sóðaskapur, hávaði og skrílslæti í miðbænum hafi keyrt um þverbak í sumar.

Nefndar eru ýmsar orsakir þess, svo sem reykingabann og langur opnunartími skemmtistaða.

Nýlega stóð Erna fyrir undirskriftasöfnun og lagði formlegt erindi fyrir borgarráð vegna hávaða og ónæðis sem hlýst af bar í nágrenni hennar. Íbúar í hverfinu hafa oft látið bóka kvartanir vegna barsins hjá lögreglunni.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir allar slíkar kvartanir og athugasemdir vera skoðaðar þegar rekstrarleyfi eru endurnýjuð. Gildandi leyfi séu afturkölluð þyki ástæða til.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka