Fjöldi slagsmála á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Mjög er­ils­samt var hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt og brut­ust víða út slags­mál þar sem lög­regla þurfti að skakka í leik­inn. Sjö voru hand­tekn­ir við íþróttamiðstöðina á Seltjarn­ar­nesi þar sem Stuðmannadans­leik­ur fór fram. Sex ung­menni und­ir 16 ára aldri voru flutt á lög­reglu­stöð eft­ir ung­linga­teiti í Duggu­vogi í nótt en þar voru yfir eitt hundrað ung­menni kom­in sam­an á stað sem ekki hef­ur heim­ild til skemmt­ana­halds.

Lög­regla var kölluð út að íþróttamiðstöðinni á Seltjarn­ar­nesi vegna óláta á Stuðmannadans­leik sem þar fór fram. Þegar lög­regla kom á staðinn voru dyra­verðir með þrjá í haldi en hóp­ur fólks veitt­ist að lög­reglu þegar hún kom á staðinn. Einn gerði sig lík­leg­an til að henda grjóti í lög­reglu og þegar lög­regluþjónn reyndi að ræða við mann­inn sló hann grjót­inu í lög­regluþjón­inn. Eins og áður sagði voru sjö hand­tekn­ir í kjöl­farið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu var ölvaður maður hand­tek­inn í Lauf­vangi í Hafnar­f­irði þar sem hann var að brjót­ast inn í hjóla­geymslu.

Um svipað leyti var komið að al­blóðugum manni sem var á göngu við Bílds­höfða. Var hann flutt­ur á slysa­deild en ekki ligg­ur fyr­ir hvað gerðist þar sem maður­inn tal­ar ekki ís­lensku. Verður rætt við hann í dag með aðstoð túlks en hann var flutt­ur á slysa­deild.

Á þriðja tím­an­um var dyra­vörður við skemmti­stað í Tryggvagötu lam­inn í and­litið með glasi af manni sem hann var að vísa út af staðnum. Var dyra­vörður­inn skor­inn í and­liti og árás­armaður­inn hand­tek­inn af lög­reglu.

Elds­voði við Lyng­háls

Mik­il mildi var að ekki varð stór­tjón á renni­verk­stæði við Lyng­háls en lög­reglu­menn sem voru við eft­ir­lits­störf á svæðinu sáu reyk og mik­inn eld koma út úr hús­næðinu. Kölluðu þeir slökkvilið á staðinn sem tókst að slökkva eld­inn.

Einn gist­ir fanga­geymslu lög­reglu eft­ir að hafa keyrt útaf á Reykja­nes­braut­inni við Víf­ilstaðaveg. Er ökumaður­inn grunaður um ölv­un.

Í Lækj­ar­götu stökk ölvaður maður sem ók um göt­una á bif­reið út úr bif­reiðinni og réðst á veg­far­anda með kylfu og sló hann.

Í Hlé­garði í Mos­fells­bæ var maður sleg­inn í höfuðið með flösku en þangað þurfti að kalla til fjölda lög­reglu­manna til að skakka leik­inn vegna óláta á dans­leik sem þar fór fram. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu var eng­inn hand­tek­inn á staðnum.

Á fjórða tím­an­um í nótt brut­ust út hópslags­mál við Dals­hraun 1 í Hafnar­f­irði og þurfti að flytja einn á slysa­deild. Við Braga­götu var einn hand­tek­inn er hann var að brjót­ast inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka