Tveim bjargað úr eldsvoða á Stuðlum í Reykjavík

Slökkvilið að störfum á Stuðlum.
Slökkvilið að störfum á Stuðlum. mbl.is/Júlíus

Tveim heimilismönnum á Stuðlum, meðferðarheimili fyrir unglinga við Fossaleyni í Reykjavík, var bjargað þegar eldur kom upp í húsinu eftir hádegið í dag. Snarræði slökkviliðs- og lögreglumanna varð fólkinu til bjargar, en það komst ekki út úr húsinu sökum eldsins.

Mikill eldur var í húsinu, en tekist hefur að ráða niðurlögum hans og er nú verið að reykræsta. Fáir voru í húsinu er eldurinn kom upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert