Fallist á að mál Mjólkursamsölunnar fái flýtimeðferð

Húsnæði Mjólkursamsölunnnar.
Húsnæði Mjólkursamsölunnnar. mbl.is/Kristinn

Hæstirétt­ur hef­ur fall­ist á kröf­ur Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar ehf. Auðhumlu svf. og Osta- og smjör­söl­unn­ar sf., um að mál, sem fyr­ir­tæk­in hyggj­ast höfða á hend­ur Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu hljóti flýtimeðferð fyr­ir dóm­stól­um. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði áður hafnað þess­ari kröfu. Fyr­ir­tæk­in vilja, að for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og aðrir starfs­menn víki sæti við rann­sókn sem stend­ur yfir á ætluðum brot­um fyr­ir­tækj­anna gegn sam­keppn­is­lög­um.

Fyr­ir­tæk­in þrjú sendu Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu bréf í júní þar sem þess var kraf­ist að Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, viki sæti við rann­sókn stjórn­sýslu­máls, sem hófst með hús­leit hjá fyr­ir­tækj­un­um 5. júní. Telja fyr­ir­tæk­in, að vegna um­mæla og óviðeig­andi fram­komu hafi for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins orðið van­hæf­ur til meðferðar máls­ins og aðrir starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar þar með á grund­velli und­ir­manna­van­hæf­is.

Þegar Sam­keppnis­eft­ir­litið hafnaði kröf­unni óskuðu fyr­ir­tæk­in eft­ir því við dóm­stóla, að fyr­ir­hugað dóms­mál sætti flýtimeðferð. Því hafnaði hérðaðsdóm­ur en Hæstirétt­ur féllst á kröf­una í dag. Vís­ar dóm­ur­inn til þess, að það sé meðal ann­ars skil­yrði fyr­ir flýtimeðferð einka­máls að mál sé höfðað vegna ákvörðunar eða at­hafn­ar stjórn­valds. Seg­ist rétt­ur­inn telja að skil­yrði laga séu upp­fyllt til að heim­ila flýtimeðferð á mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert