Gekk í gegnum varðeld í Hveragerði

Ungur maður fékk brunasár á laugardagskvöld þegar hann gekk í gegnum varðeld, sem kveiktur var í tengslum við hátíðina Blómstrandi daga í Hveragerði.

Upphaflega var talið að maðurinn hefði brennst alvarlega og var sendur sjúkrabíll á vettvang ásamt lögreglu. Fram kemur á fréttavef Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu, að betur hafi farið en á horfðist og slasaðist maðurinn mun minna en talið var í fyrstu.

Maðurinn fékk annars stigs brunasár á fótum og hafa sjúkraflutningamenn eftir honum, að athæfið hafi verið mjög heimskulegt eftir á að hyggja.

Maðurinn var fluttur á slysadeild Heilbrigðiststofnunar Suðurlands þar sem læknir gerði að sárum hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert