Hefðbundnir bekkir á undanhaldi

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is
Grunnskólabörn eru flest hver sest á skólabekk að nýju, en kennsluform er mismunandi eftir skólum og fjöldi nemenda í bekkjum einnig. Sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996 en meðan ríkið rak þá var hámarksfjöldi nemenda í bekk 22 í yngri bekkjum en 28 í eldri bekkjum.

Í dag eru engar sérstakar reglur um hámarksfjölda nemenda í bekkjum. Anna Kristín Sigurðardóttir, menntunarfræðingur við Kennaraháskóla Íslands, segir að í raun sé hið hefðbundna bekkjarform grunnskólanna á undanhaldi. Það færist í vöxt að tveir eða fleiri kennarar séu saman með stærri hóp. Best sé ef hægt sé að hafa hópana í sömu kennslustofu og að þessu sé hugað í nýjum skólum á borð við Ingunnarskóla og Korpuskóla. Eldra skólahúsnæði setji stundum skorður en þrátt fyrir það „eru menn samt að reyna þetta og þá með svolítið öðrum hætti". Þessir nýju kennsluhættir séu meðal annars til komnir vegna áherslu á einstaklingsmiðað nám. Séu 2-4 kennarar saman með nemendahóp verði auðveldara að sinna hverjum og einum nemanda.

Börnin kynnast betur

Ingunnarskóli leggur áherslu á að kenna nemendum í stærri hópum. Guðfinna Emma Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi skólans, segir börnin kynnast betur með þessu móti. "Þetta minnkar fordóma, þau þekkja hvert annað, rígur minnkar, samheldni og samhygð eykst," segir hún.

Skólinn er að byrja sitt þriðja ár í núverandi húsnæði, sem hannað var með tilliti til þess að hægt væri að kenna á svæði þar sem gætu verið allt að 90 nemendur. Starfið sé í þróun og reynt sé að finna út hvernig megi nýta húsnæðið sem best.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert