Heimsmetið í gangaborun féll á nýjan leik

Ein af borvélunum sem notaðar eru við gerð Kárahnjúkavirkjunar.
Ein af borvélunum sem notaðar eru við gerð Kárahnjúkavirkjunar. mbl.is/Steinunn

Áhöfnin á bor 2, sem er að grafa aðrennslisgöng Jökulsárveitu, boraði 115,6 metra sl. fimmtudag. Fram kemur á Kárahnjúkasíðu Landsvirkjunar, að þetta sé nýtt heimsmet í gangaborun. Bor 2 hafði áður sett heimsmet í afköstum á einum sólarhring með því að bora 106,1 metra hinn 23. júní 2007 í Jökulsárveitu en bætti nú eigið met um 9,5 metra.

Bor 2 setti einnig nýtt afkastamet í virkjunarframkvæmdunum hér á landi þegar hann skilaði nærri 364 metrum á einni viku fyrr í þessum mánuði. Gildandi heimsmet hliðstæðs bors er frá Chicago í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert