Nú eru um 1100 manns í Háskólanum á Bifröst og hafa aldrei verið jafn margir. Í haust sóttu 900 manns um skólavist og hafa umsóknir aldrei verið fleiri. Voru 600 nemendur teknir inn en 300 manns þurfti að hafna, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.
Í Háskólanum á Bifröst er kennd viðskiptafræði, lögfræði, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði í grunnnámi og auk þess er boðið upp á meistaranám í sex námsleiðum og fleiri námsleiðir.
Háskólinn á Bifröst var rekinn með hagnaði fyrstu 6 mánuði þessa árs.