Nýr ritstjóri DV

Reyn­ir Trausta­son hef­ur verið ráðinn rit­stjóri DV við hlið Sig­ur­jóns M. Eg­ils­son­ar. Reyn­ir mun hefja störf hinn 1. sept­em­ber og læt­ur þá af störf­um sem rit­stjóri Mann­lífs.

Reyn­ir hóf blaðamennsku á DV árið 1994 en hafði áður verið frétta­rit­ari blaðsins á Vest­fjörðum um 10 ára skeið. Hann starfaði á DV sem blaðamaður og frétta­stjóri til árs­ins 2002 þegar hann réð sig til starfa á Frétta­blaðið sem rit­stjórn­ar­full­trúi.

Í til­kynn­ingu frá Birtíngi, út­gáfu­fé­lags blaðsins, seg­ir að DV hafi fundið fyr­ir aukn­um meðbyr und­an­farna mánuði, bæði hafi áskrif­end­um fjölgað og lausa­sala auk­ist. Mark­miðið með því að hafa tvo rit­stjóra á DV sé að slá í klár­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert