Rútuslys: Grunur um að verkamenn séu ekki skráðir til starfa með löglegum hætti

Frá slysstað á Bessastaðafjalli í gær.
Frá slysstað á Bessastaðafjalli í gær. mbl.is/Gunnar Gunnarsson

Grun­ur leik­ur á að flest­ir þeirra er­lendu verka­mann­anna, sem lentu í rútu­slys­inu í Bessastaðafjalli í gær, séu ekki skráðir til starfa hér á landi með lög­leg­um hætti. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Útvarps­ins þar sem Giss­ur Pét­urs­son, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, staðfesti upp­lýs­ing­arn­ar. Gísli Rafns­son, stöðvar­stjóri Arn­ar­fells, sagði í sam­tali mbl.is að verið sé að vinna í mál­um mann­anna með Vinnu­mála­stofn­un. Ekk­ert sé öðru­vísi en það eigi að vera.

Fram kom í frétt­um Útvarps, að þetta geti haft áhrif á sjúkra­trygg­ing­ar mann­anna og hugs­an­leg­ar bæt­ur í kjöl­far slyss­ins. Vinnu­mála­stofn­un hef­ur málið til rann­sókn­ar.

Gísli Rafns­son, stöðvar­stjóri Arn­ar­fells, sagði í sam­tali við mbl.is ekki vita annað en að er­lendu verka­menn­irn­ir séu skráðir hér með lög­leg­um hætti. Hann seg­ir að verið sé að vinna í mál­um mann­anna með Vinnu­mála­stofn­un, og sú vinna sé í eðli­leg­um far­vegi. „All­ir þess­ir samn­ing­ar, sem við gerðum á sín­um tíma, eru gerðir með okk­ar lög­fræðing­um, og á eðli­leg­an máta. Ég veit ekki til þess að það sé neitt í þessu sem er öðru­vísi en það á að vera.“

Hann seg­ir fyr­ir­tækið hafa gert eðli­lega verk­taka­samn­inga við menn­ina og að það standi við all­ar sín­ar greiðslur. Hann bend­ir á að það hafi fjölgað mikið á svæðinu á skömm­um tíma. „Frá því í miðjum júlí hef­ur fjölgað um 150 manns á svæðinu,“ seg­ir Gísli og bend­ir á að það taki tíma að ganga frá papp­írs­mál­um, ekki síst vegna sum­ar­fría.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert