Sala á tóbaki jókst í júní og júlí

Mynd/AP

Sala á sígarettum jókst um 6,3% í júní og júlí sl. miðað við sömu mánuði í fyrra. Reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum sem gekk í gildi 1. júní sl. virðist því ekki hafa dregið úr neyslu. Í Bretlandi hefur sala á sígarettum dregist saman um 7% í júlí, en reykingabann tók þar gildi í upphafi þess mánaðar. Einari S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR, segir að í júní og júlí í ár hafi selst 283 þúsund karton af sígarettum, en rúmlega 266 þúsund í sömu mánuðum fyrir ári. Sígarettur eru 92% alls þess tóbaks sem selt er í landinu. Sé tímabilið frá janúar til júlí á þessu ári borið saman við sama tímabil í fyrra hefur sígarettusala, að sögn Einars, aukist um 5%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert