Sápa sett í gosbrunninn í Hafnargötu í Keflavík

Börn léku sér í sápufroðunni.
Börn léku sér í sápufroðunni. mbl.is/Einar Falur

Gosbrunnurinn á Hafnargötunni í Keflavík byrjaði að gjósa í kvöld, öllum að óvörum. Gárungar höfðu sett sápu í brunninn í gærnótt og lét hann sitt ekki eftir liggja enda samkeppnin við Geysi hörð. Börnin hlupu til og léku sér í froðunni sem glitraði í kvöldsólinni. Lögreglan í Keflavík segir brunninn þó varasaman, járnbútar standi upp úr botni hans og þar geti verið hættulegt fyrir unga hjólabrettakappa að detta.

Lögreglan sagði að reynt yrði að girða fyrir brunninn með einhverjum ráðum, enda væri hann stórhættulegur.

Slökkviliðið var kallað til að skola froðunni á brott. Lögreglan á Suðurnesjum segir að hreinsistarf hafi gengið vel enda nóg af sápu á vettvangi og óhætt sé að fullyrða að þessi gatnamót hafi aldrei verið jafn hrein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka