Sápa sett í gosbrunninn í Hafnargötu í Keflavík

Börn léku sér í sápufroðunni.
Börn léku sér í sápufroðunni. mbl.is/Einar Falur

Gos­brunn­ur­inn á Hafn­ar­göt­unni í Kefla­vík byrjaði að gjósa í kvöld, öll­um að óvör­um. Gár­ung­ar höfðu sett sápu í brunn­inn í gærnótt og lét hann sitt ekki eft­ir liggja enda sam­keppn­in við Geysi hörð. Börn­in hlupu til og léku sér í froðunni sem glitraði í kvöld­sól­inni. Lög­regl­an í Kefla­vík seg­ir brunn­inn þó vara­sam­an, járn­bút­ar standi upp úr botni hans og þar geti verið hættu­legt fyr­ir unga hjóla­bret­takappa að detta.

Lög­regl­an sagði að reynt yrði að girða fyr­ir brunn­inn með ein­hverj­um ráðum, enda væri hann stór­hættu­leg­ur.

Slökkviliðið var kallað til að skola froðunni á brott. Lög­regl­an á Suður­nesj­um seg­ir að hreins­istarf hafi gengið vel enda nóg af sápu á vett­vangi og óhætt sé að full­yrða að þessi gatna­mót hafi aldrei verið jafn hrein.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert