Tekinn tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur

Karl­maður um fer­tugt var tek­inn í tvígang fyr­ir ölv­unar­akst­ur á laug­ar­dag. Fyrst var hann stöðvaður í Kópa­vogi árla morg­uns og færður á lög­reglu­stöð en sleppt nokkru síðar. Maður­inn sett­ist aft­ur ölvaður und­ir stýri um kvöld­mat­ar­leytið en var stöðvaður skömmu síðar.

Að sögn lög­regl­unn­ar sett­ist maður­inn aft­ur ölvaður und­ir stýri um kvöld­mat­ar­leytið. Seinni öku­ferðin stóð þó stutt yfir en maður­inn var stöðvaður á Sæ­braut í enn verra ástandi en fyrr. Hann nán­ast valt út úr bíln­um og átti í mikl­um erfiðleik­um með að standa í fæt­urna.

Maður­inn var svipt­ur öku­leyfi til bráðabirgða á staðnum og var síðan lát­inn sofa úr sér áfeng­is­vím­una í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar.

Átta aðrir öku­menn voru tekn­ir fyr­ir ölv­unar­akst­ur á höfuðborg­ar­svæðinu um helg­ina. Einn þeirra er karl­maður á fimm­tugs­aldri en með hon­um í bíl voru barn hans og barna­barn.

Fimm­tíu og þrjú um­ferðaró­höpp voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu um helg­ina en tvö þeirra má rekja til ölv­unar­akst­urs, að sögn lög­regl­unn­ar. Í öðru þeirra var um að ræða tví­tug­an pilt sem ók á veg­stólpa í Garðabæ aðfaranótt sunnu­dags. Pilt­ur­inn nef­brotnaði og fékk skurð á höfuðið og þá er bíll­inn stór­skemmd­ur.

Auk ölv­un­ar var pilt­ur­inn að senda sms-skila­boð þegar bíll hans hafnaði á stólp­an­um.

Fjór­ir voru tekn­ir fyr­ir að aka und­ir áhrif­um fíkni­efna um helg­ina og þá stöðvaði lög­regl­an sjö aðra öku­menn sem höfðu ým­ist þegar verið svipt­ir öku­leyfi eða aldrei öðlast öku­rétt­indi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka