Tilkynnt um eld í skipasmíðastöð á Akranesi

Frá vettvangi á Akranesi.
Frá vettvangi á Akranesi. mbl.is/Björn Tryggvason

Tilkynnt var um eld í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi um eittleytið í dag, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Tveir slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang, auk lögreglu. Eldurinn logaði í framhurð hússins en verið var að gera við hurðina á gaflinum og hljóp neisti úr logsuðutæki í plast og kviknaði í út frá því.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var tjón ekki mikið en slökkviliðsmenn reykræstu húsið.

Slökkviliðsmenn að störfum á Akranesi í dag.
Slökkviliðsmenn að störfum á Akranesi í dag. mbl.is/Björn Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert