Eldri kona rænd í Vonarstræti

mbl.is/Ásdís

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem rændi veskinu af eldri konu við Vonarstræti í dag. Að sögn lögreglu hafði maðurinn beðið konuna um að gefa sér pening svo hann gæti hringt úr almenningssíma sem er við ráðhúsið. Þegar konan ætlaði að rétta manninum aur hrifsaði hann af henni veskið og tók til fótanna. Í veskinu var á bilinu 130 - 150.000 kr.

Atvikið átti sér stað um kl. 17 í dag og að sögn varðstjóra gat konan gefið góða lýsingu á manninum. Lögreglan hefur ákveðin aðila undir grun en þrátt fyrir ítrekaða leit hefur hann ekki fundist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert