Fann tæplega 400 kílóa risaskjaldböku í Steingrímsfirði

Einar Hansen og skjaldbakan risavaxna.
Einar Hansen og skjaldbakan risavaxna. strandir.is

Það vakti mikla athygli í dag þegar hópur fólks á Hvalaskoðunarbátnum Moby Dick sá risaskjaldböku í Garðsjó undan Reykjanesi í dag. Fram hefur komið að óvenjulegt sé að sjá skjaldbökur við Íslandsstrendur en árið 1963 fann Einar Hansen, norskur Hólmvíkingur, risaskjaldböku á Steingrímsfirði. Fram kemur á vefnum strandir.is að Einar hafi dregið skjaldbökuna á land, sem vakti að vonum mikla athygli.

Fram kemur að skjaldbakan hafi verið mæld og reyndist hún vera um 375 kíló að þyngd og 2,03 metrar á lengd. Henni var síðan komið í geymslu í frystihúsi staðarins meðan menn réðu ráðum sínum um hvað ætti næst til bragðs að taka, að því er fram kemur á vefnum strandir.is.

Þar segir jafnframt að Náttúrugripasafn Íslands hafi keypt risaskjaldbökuna fyrir 10.000 krónur og lagði Menntamálaráðuneytið fram fé til kaupanna. Gerð var afsteypa af skjaldbökunni í Kaupmannahöfn og er hún varðveitt í Náttúrufræðistofnun Íslands og til sýnis í safninu.

Nánar má lesa um skjaldbökuævintýrið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert