Fann tæplega 400 kílóa risaskjaldböku í Steingrímsfirði

Einar Hansen og skjaldbakan risavaxna.
Einar Hansen og skjaldbakan risavaxna. strandir.is

Það vakti mikla at­hygli í dag þegar hóp­ur fólks á Hvala­skoðun­ar­bátn­um Moby Dick sá risa­skjald­böku í Garðsjó und­an Reykja­nesi í dag. Fram hef­ur komið að óvenju­legt sé að sjá skjald­bök­ur við Íslands­strend­ur en árið 1963 fann Ein­ar Han­sen, norsk­ur Hólm­vík­ing­ur, risa­skjald­böku á Stein­gríms­firði. Fram kem­ur á vefn­um strand­ir.is að Ein­ar hafi dregið skjald­bök­una á land, sem vakti að von­um mikla at­hygli.

Fram kem­ur að skjald­bak­an hafi verið mæld og reynd­ist hún vera um 375 kíló að þyngd og 2,03 metr­ar á lengd. Henni var síðan komið í geymslu í frysti­húsi staðar­ins meðan menn réðu ráðum sín­um um hvað ætti næst til bragðs að taka, að því er fram kem­ur á vefn­um strand­ir.is.

Þar seg­ir jafn­framt að Nátt­úrugripa­safn Íslands hafi keypt risa­skjald­bök­una fyr­ir 10.000 krón­ur og lagði Mennta­málaráðuneytið fram fé til kaup­anna. Gerð var af­steypa af skjald­bök­unni í Kaup­manna­höfn og er hún varðveitt í Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands og til sýn­is í safn­inu.

Nán­ar má lesa um skjald­bökuæv­in­týrið hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert