Furðar sig á úrskurði siðanefndar um auglýsingar

Öryggismiðstöðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem lýst er furðu á þeirri niðurstöðu Siðanefndar SÍA, að þátttaka Lalla Johns í auglýsingum fyrirtækisins brjóti gegn almennu velsæmi og sé til þess fallin að höfða til ástæðulauss ótta almennings.

Lalli Johns kom fram í auglýsingum Öryggismiðstöðvarinnar í vor þar sem fjallað var um nokkur atriði sem vert væri að hafa í huga varðandi varnir heimilisins. Siðanefnd SÍA hefur komist að þeirri niðurstöðu, að auglýsingarnar brjóti gegn 1. grein siðareglna SÍA um almennt velsæmi og að blaðaauglýsing með Lalla Johns ein og sér brjóti gegn grein siðanefndar um ástæðulausan ótta.

Öryggismiðstöðin segir, að þátttaka Lalla Johns í auglýsingunum hafi að sjálfsögðu með hans samþykki og gengið hafi verið frá öllum samningum eins og hefð er fyrir. Það hljóti að orka tvímælis að siðanefndin banni Lalla Johns í raun að vinna fyrir sér með leik í auglýsingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert