Gest­ir geta þurft að af­henda þvag­sýni

Eft­ir Ingi­björgu B. Sveins­dótt­ur ingi­bjorg@blad­id.net

Yf­ir­menn Alcoa Fjarða­áls hyggj­ast ekki taka upp reglu­bundn­ar skyndi­kann­an­ir eða lífsýna­töku eins og starfs­menn ál­vers­ins geta nú þurft að gang­ast und­ir eins og all­ir aðr­ir sem koma inn á bygg­inga­svæði Becht­els á Reyð­ar­firði. Þeg­ar Becht­el lýk­ur bygg­ingu ál­vers­ins um ára­mót­in ætl­ar Alcoa Fjarða­ál hins veg­ar að áskilja sér rétt til að fylgja því eft­ir að starfs­menn séu ekki und­ir áhrif­um áfeng­is og vímu­efna.

All­ir sem koma inn á bygg­inga­svæði Becht­els á Reyð­ar­firði, gest­ir jafnt sem starfs­menn og verk­tak­ar, geta átt von á að vera beðn­ir um að blása í blöðru eða af­henda þvag­sýni en nú eru tekn­ar um 10 til 20 stikk­pruf­ur á dag og er þá mið­að við 1 til 2 pró­sent af fjölda starfs­manna. Reyn­ist ein­hver und­ir áhrif­um fær hann ekki að­gang að svæð­inu og held­ur ekki ef við­kom­andi neit­ar að gang­ast und­ir skyndi­könn­un­ina sem hjúkr­un­ar­fólk fram­kvæm­ir.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert