Yfirmenn Alcoa Fjarðaáls hyggjast ekki taka upp reglubundnar skyndikannanir eða lífsýnatöku eins og starfsmenn álversins geta nú þurft að gangast undir eins og allir aðrir sem koma inn á byggingasvæði Bechtels á Reyðarfirði. Þegar Bechtel lýkur byggingu álversins um áramótin ætlar Alcoa Fjarðaál hins vegar að áskilja sér rétt til að fylgja því eftir að starfsmenn séu ekki undir áhrifum áfengis og vímuefna.
Allir sem koma inn á byggingasvæði Bechtels á Reyðarfirði, gestir jafnt sem starfsmenn og verktakar, geta átt von á að vera beðnir um að blása í blöðru eða afhenda þvagsýni en nú eru teknar um 10 til 20 stikkprufur á dag og er þá miðað við 1 til 2 prósent af fjölda starfsmanna. Reynist einhver undir áhrifum fær hann ekki aðgang að svæðinu og heldur ekki ef viðkomandi neitar að gangast undir skyndikönnunina sem hjúkrunarfólk framkvæmir.
Nánar í Blaðinu