Leitað á ný á Svínafellsjökli

00:00
00:00

Björg­un­ar­sveit­ar­menn frá Björg­un­ar­fé­lagi Horna­fjarðar voru send­ir í morg­un á ný til leit­ar á Svína­fells­jökli þar sem leitað var að tveim­ur Þjóðverj­um í síðustu viku. Þá hef­ur Eir, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, verið send aust­ur. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ingólfi Ein­ars­syni, vara­for­manni Björg­un­ar­fé­lags Horna­fjarðar, fund­ust vís­bend­ing­ar um að Þjóðverj­arn­ir hafi verið á ferð neðar á jökl­in­um en áður var talið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Höfn í Hornafirði fund­ust í gær­kvöldi bak­poki og ís­skrúf­ur, og þóttu verks­um­merki benda til þess að gengið hefði verið frá búnaðinum, hugs­an­lega í þeim til­gangi að létta byrði.

Þyrl­an mun flytja björg­un­ar­sveit­ar­menn­ina upp á jök­ul­inn þaðan sem þeir munu leita leiðina milli tjald­búða Þjóðverj­anna og þess staðar sem mun­irn­ir fund­ust. Einnig mun þyrl­an leita úr lofti.

Um­fangs­mik­il leit fór fram í síðustu viku að Matt­hi­as Hinz og Thom­as Grundt, sem lýst var eft­ir þegar þeir mættu ekki í flug sem þeir áttu bókað frá land­inu þann 17. ág­úst. Ákveðið var að hætta leit­inni á laug­ar­dag þar sem ekki þótti for­svar­an­legt að halda leit­inni leng­ur áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert