Mynddiski með upplýsingum um ársreikning Kópavogsbæjar dreift í hús

Verið er að dreifa árs­skýrslu Kópa­vogs­bæj­ar í hús í Kópa­vogi um þess­ar mund­ir. Með henni fylg­ir tölvudisk­ur þar sem farið er yfir lyk­il­töl­ur úr rekstri bæj­ar­ins á ár­inu 2006 í töluðu máli og lif­andi mynd­um. Mynd­ina má einnig skoða á heimasíðu Kópa­vogs www.kopa­vog­ur.is.

Gunn­ar Birg­is­son, bæj­ar­stjóri, seg­ir í til­kynn­ingu að til­gang­ur­inn sé að auðvelda Kópa­vogs­bú­um að kynna sér helstu atriði varðandi fjár­hags­stöðu bæj­ar­fé­lags­ins síns á ein­fald­an og aðgengi­leg­an hátt.

Í ávarpi til bæj­ar­búa með árs­skýrsl­unni 2006 seg­ir Gunn­ar meðal ann­ars að fjár­hag­ur Kópa­vogs sé traust­ur og hafi verið byggður upp jafnt og þétt. Rekstr­araf­gang­ur bæj­ar­ins hafi verið yfir fjög­ur þúsund og sex hundruð millj­ón­ir króna og eig­in­fjárstaðan um og yfir fimm­tíu pró­sent. Þetta sé rekstr­ar­ár­ang­ur sem ekk­ert annað sveit­ar­fé­lag geti státað af.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert