Nýsjálendingar fagna ákvörðun um hvalveiðar

Hvalveiðiskip Hvals.
Hvalveiðiskip Hvals. mbl.is/ÞÖK

Chris Carter, sjávarútvegsráðherra Nýja-Sjálands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, að gefa ekki út nýja hvalveiðikvóta fyrir atvinnuveiðar þar til markaður fyrir hvalafurðir opnast að nýju. Nýsjálendingar hafa beitt sér mjög gegn hvalveiðum.

„Nýsjálendingar, og aðrir andstæðingar hvalveiða, hafa sagt í talsverðan tíma að eftirspurn eftir hvalkjöti sé ekki eins mikil og hvalveiðiþjóðir á borð við Japana hafa haldið fram," segir Carter. „Talið er að í Japan séu 40 þúsund tonn af hvalkjöti í geymslum þótt það hafi verið notað í skólamötuneytum og í gæludýrafóður. Það virðist sem nánast enginn markaður sé fyrir hvalkjöt og ef japanska ríkisstjórnin vill ekki hlusta á sjónarmið verndunarsinna mun opinber viðurkenning Íslendinga á að enginn markaður sé fyrir kjötið hugsanlega hvetja Japana til að hætta „vísindaveiðiáætlun" sinni og láta hvali í Suðurhöfum í friði," segir Carter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert