Segir Vinnumálastofnun aldrei hafa beitt dagsektum

Formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness seg­ir að Vinnu­mála­stofn­un hafi aldrei beitt dag­sekt­um frá því lög­in um skrán­ingu er­lendra starfs­manna tóku gildi og seg­ir að það verði að telj­ast afar at­hygl­is­vert í ljósi þess að skrán­ing­um sam­kvæmt lög­un­um hafi lengi verið veru­lega ábóta­vant.

Fram kem­ur á vef Verka­lýðsfé­lags Akra­ness að vinnu­veit­andi hafi 10 daga til að til­kynna og skila inn ráðning­ar­samn­ingi þegar nýr er­lend­ur starfsmaður hef­ur störf hjá fyr­ir­tæki. Þá er bent á að lög­in kveði einnig á um að Vinnu­mála­stofn­un hafi heim­ild til að beita dag­sekt­um ef fyr­ir­tæki trassa að skrá er­lenda starfs­menn til Vinnu­mála­stofn­un­ar að 10 dög­um liðnum. Sekt­in get­ur numið allt að 50.000 kr. á dag.

Þá seg­ir að það hafi ekki komið for­manni fé­lags­ins á óvart að grun­ur væri á að er­lendu starfs­menn­irn­ir sem lentu í rútu­slys­inu í Fljóts­dal á sunnu­dag­inn sl. hefðu ekki all­ir til­skil­in leyfi til að starfa hér á landi.

Fram kem­ur á vef fé­lags­ins að það hafi margoft bent á að tölu­verð brota­löm sé á því að fyr­ir­tæki skrái er­lenda starfs­menn eins og lög kveða á um.

Verka­lýðsfé­lag Akra­ness haldi úti mjög öfl­ugu eft­ir­liti með þeim fyr­ir­tækj­um sem hafa er­lenda starfs­menn í sinni þjón­ustu. Það sé gert til að tryggja að kaup og kjör séu eft­ir ís­lensk­um kjara­samn­ing­um og einnig til að tryggja að starfs­menn séu skráðir í sam­ræmi við lög og reglu­gerðir.

Vef­ur Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert