Stórmeistararnir unnu í 1. umferð á Skákþingi Íslands

Hannes Hlífar Stefánsso og Ingvar Þór Jóhannesson mættust í fyrstu …
Hannes Hlífar Stefánsso og Ingvar Þór Jóhannesson mættust í fyrstu umferð. mbl.is/Sverrir

Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson unnu báðir sínar skákir í fyrstu umferð Skákþings Íslands, sem hófst í dag. Hannes hóf titilvörnina með sigri á Ingvari Þór Jóhannessyni en Þröstur vann Lenku Ptácníkovú, sem er stórmeistari kvenna.

Bragi Þorfinnsson sigraði Jón Viktor Gunnarsson og Davíð Kjartansson vann Hjörvar Stein Grétarsson þar sem Hjörvar lék unninni skák í tap með slæmum afleik. Öðrum skákum lauk með jafntefli.

Guðlaug Þorsteinsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir unnu allar sínar skákir í 1. umferð Íslandsmót kvenna sem einnig hófst í kvöld. Guðlaug sigraði Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur en hafa báðar auk Hörpu orðið Íslandsmeistarar. Aðrir keppendur í flokknum eru ungar og efnilegar skákkonur.

Önnur umferð í báðum flokkum fer fram og morgun og hefst umferðin kl. 17.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert