Tekinn á 166 km hraða á Holtavörðuveiði

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í dag ökumann sem mældist á 166 km hraða á Holtavörðuheiði um hádegisbil í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, færður niður á lögreglustöð á Blönduósi þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Tveir lögreglubílar frá Blönduósi hafa verið við hraðamælingar í dag. Að sögn lögreglu er talsvert um hraða í umdæminu en 10 hafa verið teknir fyrir hraðakstur í dag.

Lögreglan segir nokkuð um að erlendir ferðamenn aki of hratt, en þess skal þó getið að maðurinn sem var tekinn á 166 km hraða er Íslendingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert