Voru uppi í rúmum og sófum

Eftir Andra Karl andrikarl@mbl.is

Tengdafaðir heimilisföðurins kom að húsinu í gærkvöldi og kallaði þegar til lögreglu. Heimilisfaðirinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, og fjölskylda hans komu til landsins í nótt. Hann segir hvorki hægt að sjá á ummerkjum hversu margir hafi verið að verki né hvenær brotist var inn. Nágrannar hafi þó ekki tekið eftir neinum mannaferðum.

Heimilisfaðirinn segir erfitt að lýsa því hvernig er að koma að húsi sínu í slíku ásigkomulagi. „Það er bara óhugurinn; að vita af svona fólki, því þau dvelja hérna í einhvern tíma og eru greinilega ekki að flýta sér. Víst er að þau voru svona róleg, hlutu þau að hafa vitneskju um ferðalagið.“

Fjölskyldan vildi ekki gista í húsinu sl. nótt og óvíst er hvort hún verður þar í nótt. Segir fólkið að það taki eflaust langan tíma að jafna sig á þessu atviki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert