Á annað þúsund mótmælir miðbæjarskipulagi á Selfossi

Á bilinu 1000 til 1500 íbúar á Selfossi hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista gegn miðbæjarskipulaginu á Selfossi, að sögn formanns Miðbæjarfélagsins. Það gerir 23 til 35 prósent kosningabærra íbúa í bæjarfélaginu. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á morgun.

Fram kemur á fréttavefnum Suðurlandi.is, að á undirskriftalistanum sé þess meðal annars krafist að bæjargarðinum verði hlíft alfarið fyrir byggingum og einnig að íbúðum og bílastæðum verði fækkað í miðbænum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert