Aukin sala á áfengi í sumar

Sala áfeng­is það sem af er sumri hef­ur auk­ist um 5,39% á milli ára. Á tíma­bil­inu 1. júní til 26. ág­úst hef­ur ÁTVR selt 5.607.515 lítra af áfeng­um vökva, en í fyrra seld­ust 5.320.845 lítr­ar.

Í júní í ár jókst sal­an um 7% milli ára, en mest var aukn­ing­in í júlí þegar góðviðrið lék við land­ann. Jókst þá sala áfeng­is um heil 9% á milli ára.

Þess ber þó að geta að áfeng­issal­an fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina nú reikn­ast með sölu­töl­um í júlí en í fyrra reiknaðist áfeng­issala fyr­ir versl­un­ar­manna­helgi með sölu­töl­um í ág­úst.

Eins og fram hef­ur komið í blaðinu varð einnig um­tals­verð sölu­aukn­ing á tób­aki mánuðina júní og júlí í ár, sam­an­borið við sömu mánuði í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert