Aukin sala á áfengi í sumar

Sala áfengis það sem af er sumri hefur aukist um 5,39% á milli ára. Á tímabilinu 1. júní til 26. ágúst hefur ÁTVR selt 5.607.515 lítra af áfengum vökva, en í fyrra seldust 5.320.845 lítrar.

Í júní í ár jókst salan um 7% milli ára, en mest var aukningin í júlí þegar góðviðrið lék við landann. Jókst þá sala áfengis um heil 9% á milli ára.

Þess ber þó að geta að áfengissalan fyrir verslunarmannahelgina nú reiknast með sölutölum í júlí en í fyrra reiknaðist áfengissala fyrir verslunarmannahelgi með sölutölum í ágúst.

Eins og fram hefur komið í blaðinu varð einnig umtalsverð söluaukning á tóbaki mánuðina júní og júlí í ár, samanborið við sömu mánuði í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert